Eru komin jól? Litlu jólin í það minnsta. Í dag fékk ég þetta þrennt inn um lúguna mína. IKEA listann sem ég eeeelska, fyrsta tölublaðið mitt af Home magazine og blað um vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar. Je minn einasti eini!
Ég fann fyrir svo mikilli ofsakæti við þessa óvæntu þríþættu sendingu að ég sletti í köku. Uppskriftin gerir reyndar ráð fyrir að um bollakökur sé að ræða, en ég tvöfaldaði hana og þá passaði hún svona rosa vel bökunarskúffu. Athugið að hér gef ég upp einfalda uppskrift:
Ein dós kaffijógúrt
Tveir og hálfur bolli hveiti
Tveir bollar sykur (ég minnkaði sykurinn, það er algerlega óhætt)
Ein teskeið lyftiduft
Hálf teskeið matarsódi
Ein teskeið vanillidropar
250 grönn smjör (brætt)
Þrjú egg
Smá salt
100 grömm suðusúkkulaði (saxað)
Allt sett saman í skál og hrært vel. Bakist á 180 gráðum í ca hálftíma. Kakan er svo góð að alger óþarfi er að hafa á henni krem.
Nammm... |
Og nei. Það er ekki afmælisboð, bara ósköp venjulegur dagur í B10! |
No comments:
Post a Comment