Monday, August 26, 2013

Myndaveggurinn langþráði

Jeii, myndaveggurinn minn er LOKSINS kominn upp. Þeir sem hafa fylgst með blogginu vita að ég er mikil fylgiskona myndaveggja af öllu tagi. Þar sem ég hef ákveðið að stoppa lengur í þessari íbúð en 20 mínútur fórum við út í allskonar minni fegrunarframkvæmdir innanhúss.


Langaði að hafa þennan vegg þaktan fólkinu sem mér þykir vænst um. Ákvað líka að hafa myndirnar "frjálsar" en ekki í römmum - en þannig kem ég jú miklu fleiri myndum fyrir.


Svo má auðvitað skipta út af vild. Nú er bland í poka, myndir af okkur öllum sem litlum skrípum, "saga krakkana" og svo myndir frá sumrinu okkar - allir hafa ótrúlega gaman af því að skoða herlegheitin.Meira af innanhússframkvæmdum hjónaleysanna bráðlega.

No comments:

Post a Comment