Saturday, August 24, 2013

Skemmtilegar hugmyndir - part 2

Hvað var ég að gera af mér fyrir daga Pinterest? Það bara hreinlega veit ég ekki. Það sem ég get hangið þarna og alltaf sé ég eitthvað sniðugt sem vert er að deila með öðrum



Ég er alltaf með ToDo lista út um allt. Bæði á miðum og á ísskápnum. Ég hef ekki enn fundið hjá mér þörfina fyrir að vera með þá í símanum, mér finnst það bara ekki eins sjarmerandi. Það er eitthvað óskaplega gott og hreinsandi að geta strikað yfir atriði á þessum blessuðu listum. Hér má sjá eina útfærslu sem hægt er að nota.




Ég er forfallinn textafíkill, algerlega og það er fátt fegurra sem ég veit en samspil mynda og texta.Það er sniðug hugmynd að tengja saman texta og myndir af "stórum dögum" í lífi ykkar. Klippa út fyrirsagnir eða blaðagreinar á sem komu út á brúðkaupsdaginn eða hvaða öðrum degi sem þið viljið myndgera og nýta með.




Þó að það sé kannski örlítið "stofnanalegt" að hafa merkingar á klósetthurðinni þá hef ég oft hugsað hvað það væri þarft þegar maður fer á klósettið í ókunnugu húsi og endar með því að kíkja inn í öll herbergi áður en maður rambar á rétta hurð! Kannski og bara mjög líklega er hægt að fá skemmtilega útgáfu af "klósettfólkinu".




Hver man ekki eftir því þegar allir veggir  voru "hraunaðir"? Er þetta eitthvað?



Krakkarnir mínir eru einmitt með samskonar litakassa í gangi þar sem enginn finnur nokkurn skapaðan hrærandi hlut. Sniðug lausn.




Ó elsku skórnir. Það er alger óþarfti að hætta skókaupum vegna plássleysis. Hugsum í lausnum krakkar!

Góða helgarrest

No comments:

Post a Comment