Wednesday, August 21, 2013

Ómótstæðilegur íslandsspegill

Þegar ég kemst yfir blöð sem tengjast hönnun er ég "úti" - það næst voða lítið samband við mig. Skothelt ráð til þess að fá mig til þess að þegja í langan tíma er að hella upp á gott kaffi fyrir mig og rétta mér blaðabunka. Þá er mér meira að segja sama þó svo fólk horfi á enska boltann í kringum mig!

Ég á það líka til að taka myndir úr blöðunum ef ég sé eitthvað sem kallar á mig, eins og þetta "íslandskort" hér.


Þessari hugmynd stal ég úr nýlegu Hús og híbýli blaði - en mér finnst hún alger snilld. Hún Bára Ragnhildardóttir fékk þessa snjöllu hugljómun, að pússla Íslandi á vegginn hjá sér úr speglabrotum. 

Bæði er hægt að teikna myndina upp fríhendis, eða fá einhvern til þess að gera það fyrir sig. Svo stendur gamli góði myndvarpinn alltaf fyrir sínu. Svo er bara að kaupa sér ódýrar speglaflísar og brjóta þær niður - kannski fá einhvern til þess að blessa þær áður til þess að sleppa við sjö ára ógæfu?

Gleðilegt pússl!

No comments:

Post a Comment