Mér er augljóslega ómögulegt að blogga samhliða fullri vinnu. Tel ástæðurnar vera tvær. Vinnan mín er svo mikið rúmlega full að ekki er aðeins um dagvinnu að ræða, heldur sit ég meira og minna við meðan ég vaki. Aumingja fjölskyldan mín. Hins vegar á ég lítið eftir að skrifkvóta dagsins þegar ég fer frá tölvunni eftir vinnudaginn.
Get þó glatt ykkur með því að þetta er mjög skemmtilegt. Skemmtilegt en mikið. Er farin að hugsa þetta sem "mastersnámsvetur" og er því sátt við að sitja við lon og don, enda ekki til mikið betri skóli. Hef líka fengið mjög jákvæð viðbrögð, sem er frábært. Var svo að fá boð um annað frábært verkefni, sem ég get vonandi sagt frá fljótlega.
Fjárfesti í þessum flakkara sem er á myndinni um daginn. Nú er komið að verkefni sem ég hef ýtt á undan mér allt of lengi - að bjarga myndunum út af tölvunni og koma einhverju skikki á þær, en Guð veit að ég myndi aldrei fyrirgefa mér ef eitthvað kæmi fyrir þær!
Ef svo ólíklega vildi til að ég hefði einhvern tíma á næstunni, þá getur vel verið að ég hendi inn einni og einni gamalli mynd hér, með skýringum.
Erum annars á leiðinni á árshátíð Fjarðabyggðar í kvöld, kærustuparið. Hlakka til!
Góða helgi
No comments:
Post a Comment