Monday, September 30, 2013

Markmið fyrir meistara

Á morgun er fyrsti dagur Meistaramánuðar. Í fyrra setti ég mér þessi markmið hér. Mánuðrinn minn endaði svo með skelli, þegar ég var "dreki" í vinnunni minni. Ætla að vona að engar óvæntar uppákomur verið í ár, nema þá að sjálfsögðu einhverjar jákvæðar og hressandi.

Auðvitað er sniðugt að setja sér markmið allt árið um kring, út lífið. Líka borða holt, sofa vel, ekki drekka of mikið og gegna hjálparstörfum. Alltaf. Samt finnst mér eitthvað sniðugt við Meistaramánuðinn, hann er kærkomið tækifæri fyrir fólk eins og mig að sparka í rassinn á sér og setja sér lítil og sæt markmið - sem þá vonandi verður kveikjan að enn fleirum í kjölfarið.

Allavega. Ég er með þríþætt markmið fyrir októbermánuð sem ég ætti að geta staðið við.
  • Það er þetta með blessað myndasafnið. Vá hvað það er að verða þreytt lumma - en nú LOKS sigruð fyrir mánaðarlok. Halelúja!
  • Ég hef mikinn hug á því að borða skynsamlega í október. Þá er ég ekki að meina Chiagraut og lífræn bláber í öll mál eða álíka rugl, bara að reyna að vanda mig.
  • Ég hef töluverðan hug á því að klæða mig eins og tvo vinnudaga í viku. Auðvitað fer ég nú í spjarir þegar ég mæri í viðtöl, fundi og ráðstefnur - en það er aðeins of gott að vera í joggíng á "skrifstofunni minni" hér heima.
Hebb, tú!

Þessa fann ég til dæmis við tiltektina. Þarna er Almarinn minn nú ekki í menntó, heldur nemi í Ártunsskóla. 

Þessi heimaskrifstofa beinlínis öskrar á kósýföt, kerti og væminn pleylista á Spotify!


No comments:

Post a Comment