Saturday, October 5, 2013

Álfaskó-kaup á Haustroða

Varði deginum með góðri vinkonu á Seyðisfirði í dag - á Hausroða. Markaðir í hverju húsi og dásemdar stemning. Fallegt veður, gott kaffi, enn betri pizza og kærleikur í lofti.Til þess að fullkomna daginn fjárfesti í allskonar góssi. Ég hef blessunarlega mjög ódýran smekk og myndi ekki einu sinni láta sjá mig í flíkum upp á tugþúsundi þó svo ég ætti sand af seðlum. Ekki fyrir mig. Skemmtilegast finnst mér að blanda fötum og fylgihlutum með sál við eitthvað nýrra. Ég var því rétt stelpa á réttum stað í dag, men!

Sagði við Hyrnu vinkonu að Gísli myndi líklega pakka saman og flytja aftur til mömmu sinnar þegar hann glöggvaði sig á álfaskó-kaupum mínum! Það munaði ekki miklu skal ég nú bara segja ykkur. "Ekki ætlar þú út í þessu" sagðann. Hvað gerir maður yfirleitt við skó? Nei, ég segi svona.

Það sem er á aumingja manninn minn lagt! Það er bara hreinlega ekki pláss á stígnum þar sem allir eru "normal" - sem betur fer.

Þessi elska er búin að fylgja Ríkey gegnum súrt og sætt og ég kann henni bestu þakkir fyrir að vera orðin leið á honum. Þess má til gamans geta að ég keypti gallajakkann minn á Haustroða í fyrra og hef notað hann nonstopp síðan. Hann var líka með afar mikla sál. 

Þessi fékk að fljóta með...

Umræddir álfaskór. Keyptir í einhverju héraði á Indlandi. Já, þeir eru mínir. 

Þessir líka, 500 kall. Það er ekki mikið. 

Tilraun til þess að sýna "popp-öpp" kragann sem er voða voða sætur. 

No comments:

Post a Comment