Wednesday, October 9, 2013

Sakna krakkana í maganum

Þá er ég ekki að tala um að ganga með þau innvortis. Eða jú. Gæti hugsað mér að vera ólétt allt lífið, en það er allt önnur saga.

Hef bara svo oft hugsað um þetta þegar krakkarnir mínir eru frá mér, eins og svo oft er þegar um "skilnaðarbörn" ræðir. Æji, þetta orð - skilnaðarbörn - mér leiðist það. Það er þó þriðja sagan.

Það sem ég er að reyna að koma frá mér, er að þegar krakkarnir eru í burtu, sérstaklega langt og lengi eins og núna, þá er ég með magann fullan af söknuði. Já, ég sagði magann. Erfitt að útskýra þetta. Sakna krakkana á öðrum stað í líkamanum heldur en þegar ég er í burtu frá kærónum mínum. Það er einhvervegin á "brjóstsvæðinu" en mömmugússarnir í maganum. Undarlegt ekki satt?

Kannast einhver við þetta? Er þetta virkilega líkamlegt og tengt því að ég dröslaðist með þau í maganum í níu mánuði? Eru til rannsóknir um þetta?

Tilfinningin er eins og ég sé svöng á einhvern hátt, án þess að vera það. Ég er líklega "svöng í þau" - langar að hitta þau og hanga með þeim.

Er búin að vera undarlega tóm í maganum í dag. En, hugga mig við að litlu krakkarnir hafa engan áhuga á að vera heima hjá mér núna, enda í góðu yfirlæti á Spáni með "Rebekku og pabba".

Datt svo endanlega í'ða áðan þegar Spotify spilaði þetta fyrir mig, en...


(Vá hvað ég hefði gengið frá mömmu ef hefði verið búið að finna upp bloggið þegar ég var í menntó! Ammi, ertu til í að skreppa heim og "jútúbast" með mér? Nei, bara segi svona.)


Guð minn góður hvað ég er rík!

1 comment:

  1. Hulda AxelsdóttirOctober 11, 2013 at 2:53 AM

    Já þetta er skrítið hvað þetta situr í maganum á manni - hef ekki spáð í þetta fyrr en núna:)

    ReplyDelete