Tuesday, January 14, 2014

Aumingja vesalings drengurinn

Fékk skemmtilega sendingu í dag - kassa frá vinkonu minni sem innihélt slatta af barnafötum frá því Bríet var lítil. Ég var búin að steingleyma tilvist þessara agnarsmáu kjóla, en ég hef alltaf verið dugleg að koma fötum krakkana frá mér.

Við mæðgur dýfðum okkur ofan í kassann, strákarnir höfðu aðeins minni áhuga - svona eins og gerist og gengur.

Smálegt brot af góssi!Við Bríet höfum ákveðið að klæða afkvæmið í þessi krúttföt, sama hvort kynið verður. 

No comments:

Post a Comment