Wednesday, February 12, 2014

100 hamingjudagar - 1


Nú gengur sem eldur í sinu áskorunin á samfélagsmiðlunum sem ber yfirskriftina; "Can you be happy for 100 days in a row?"

Ég er nú ekki vön að eltast við slíkt, en það er eitthvað sem kitlar mig við þetta. Snýst í stuttu máli um að gefa því gaum sem gleður í dagsins önn. Stórt eða smátt. Að fókusa frekar á það sem veitir okkur gleði fremur en "ógleði" - en okkur er svo tamt að velta okkur frekar upp úr því sem aflaga fer. Í raun að lifa í núinu og vera meðvitaðri og þakklátari yfir því skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða á degi hverjum. Ekki vera að bíða eftir helginni, sumarfríinu, nýja símanum eða Parísarferðinni. Heldur leyfa okkur að njóta augnabliksins, núna. 

Ætla að prófa þetta. Vel getur verið að ég hafi engan tíma til að deila, bara njóta. Sjáum hvað setur. Einn, tveir og byrja; Miðvikudagar eru góðir því þá "loka ég" blaðinu sem fer í prent á fimmtudagsmorgnum. Það er alltaf ákveðinn sigur að fylla hvert blað með nýju fréttaefni. Pínu eins og að klára jóla- eða vorpróf vikulega. 

P.s. Þarna má sjá vinnuvikuna mína í hnotskurn. Alltaf eins og 1000 bita púsl. Handskrifað skipulag hentar mér betur en að halda utan um það í tölvu. Já, svo get ég aðeins skrifað með einni tegund af pennum sem ég virðist vera að safna. Artline 200. Fine 0.4. Bestir.

No comments:

Post a Comment