Friday, August 29, 2014

Beðið eftir svari

Emil bíður spenntur eftir svari frá vinum sínum í Velferðarráðuneytinu. 


Í morgun fór að gjósa.

Lika í fyrradag - en þá skrifaði ég opið bréf til Velferðaráðuneytisins vegna fæðingarorlofsmála hér á síðuna mína. Mig grunaði að færslan fengi töluverðan lestur en mig óraði ekki fyrir þeim viðbrögðum sem urðu.

Fyrir utan að rata á síður Vísis, Kvennablaðsins og Bleikt var færslunni deilt svo hundruðum eða þúsundum skipti á Facebook. Heimasíðan mín tók við rúmlega 15.000 heimsóknum þennan sólarhring.

Augljóst er að málefnið er eitthvað sem mörgun er hugleikið. Lang flestir voru hjartanlega sammála því að pottur væri brotinn í þessum efnum og lagfæringa þörf.

Enn hefur ekki borist svar frá ráðuneytinu, en við Emil bíðum að sjálfsögðu æsispennt og deilum því með ykkur um leið og það dúkkar upp.

Ég á hins vegar ekki lýsingarorð yfir það hvað ég er ánægð með ykkur! Auðvitað vonum við að málunum verði komið i betri farveg sem fyrst, en það gerist í það minnsta ekki án opinnar umræðu.

Takk krakkar, áfram við!


No comments:

Post a Comment