Sunday, August 31, 2014

Hring eftir hring

Á sunnudegi sem þessum, þar sem fyrsta haustlægðn er í brjálæðiskasti, er fátt betra en að setjast niður við kertakjós með sterkt kaffi og mastera nýja IKEA-bæklinginn.

Ég, ásamt fjölmörgum öðrum, á í einhverskonar ástarsambandi við IKEA. Mitt er reyndar töluvert alvarlegt. Ég get skoðað bæklinginn tímunum saman og látið mig dreyma. Líka bara til þess að virða fyrir mér og spá í skemmtilegri hönnuninni.

Ef ég hefði verið búin að átta mig á því hver ég var þegar ég hellti mér út í nám á sínum tíma, þá væri ég hönnuður af einhverju tagi í dag. Innanhússarkitekt eða vöruhönnuður til dæmis. Hefði reynt allt mitt til þess að troða mér í vinnu hjá sænska risanum.

Skil reyndar ekki af hverju ég valdi ekki einhverja skapandi námsgrein á háskólastigi því áhugi minn á hönnun, myndlist og ritun hófst afar snemma. Man ósjaldan eftir mér þar sem ég sat og teiknaði hús og byggingar, nú eða bjó til þrívíddarlíkan úr pappír. Bækurnar um Kalla og Kötu voru líka í uppáhaldi, en myndirinar í þeim voru svo skemmtilegar - mikið sýnt inn í húsunum hjá þeim. Ég skoðaði þær í spað og spáði í stílnum þeirra og endurraðaði í huganum. Líka Einar vinur minn Áskell, sem bjó með einstæðum föður sínum. Þær myndir eru svo skemmtilgega "tvisted" - ótrúlega grófar og "naive" á móti nákvæmum ljósmyndum.

Nú er ég hinsvegar komin langt út fyrir efnið. IKEA 2015. Hann er ótrúlega skemmtilegur og mikið afturhvarf til fortíðar. Það fer allt í hring, alltaf. Finnst ég vera að skoða bækling síðan ég fór sjálf að búa 1993.



Byrjum á þessari ómeðhöndluðu furu. Þegar ég var að byrja að búa voru IVAR-hillurnar það sem tröllreið öllu í IKEA. Ég var með þetta út um alla íbúð, meðal annars í stofunni þar sem ég átti "horn" í stæðunni og allt! Mér fannst júnítið það flottasta undir sólinni.


Finnst jafnvel aðeins og stutt síðan þetta lúkk var allsráðandi



Það er eitthvað við þessar sem kasta mér aftur til 1994. Flutti suður með notað furusófasett. Skundaði i Rúmfatalagerinn og fjárfesti í efni í áklæði á settið. Fyrir valinu varð einmitt efni sem engu líkara en einhver hefði ælt á það eftir að hafa drukkið aðeins og mikið af ýmisskonar matarlit. Gardínurnar voru grænköflóttar. Klassi 


Myndirnar hér að neðan fara svo með mig enn aftar - eitthvað ótrúlega '80


Speglafísar. Ó lord. Þær voru í tugatali í herberginu mínu í denn. 


Einmitt. Hef beðið lengi milli vonar og ótta að röra-tímabilið hefji innrás sína á ný. Við speglaflísarnar var allt "röra" innihjá mér. Rörarúm, rörahillur og röra náttborð. Allt svart og hvítt. Líka svart/hvítt bútasaumsteppi og svart/hvítar "ælu-gardínur". Flottast ever. 


Frekar '80 blöndunartæki






Ég átta mig ekki á því hvort ég er tilbúin fyrir þetta allt saman. 

No comments:

Post a Comment