Friday, January 30, 2015

#4 Gerast líffæragjafi - LOKIÐ


Fyrsta áfanga "áforma-lista" ársins 2015 er lokið. Í dag skráði ég mig sem líffæragjafa á
síðu Landlæknisembættisins


Til þess að skrá afstöðu sína þarf annað hvort þarf að hafa til taks rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá, sem meðal annars er hægt er að fá sendan í heimabankann á fimm mínútum. 

Ekki er hægt að lenda á villigötum þar sem síðan leiðir mann alveg gegnum ferlið sem tekur ekki nokkra stund. 


Ég er einstaklega ánægð með dagsverkið, enda þykir mér málefnið brýnt og búið að vera á ToDo lista hjá mér lengi. 


Jebsí kóla. 

Ef þið hafið verið að íhuga það sama en miklað gjörninginn fyrir ykkur vegna tæknilegra mála, þá er það alger óþarfi. Þetta segir sig alveg sjálft og tekur með öllu í mesta lagi 10 mínútur. 

Góða helgi




No comments:

Post a Comment