Stundum er svo mikið fíaskó að vera heima í fæðingarorlofi. Gærdagurinn var einmitt einn af þessum dögum.
Emil er lasinn. Alveg hundlasinn. Að vera tæplega átta mánaða með grænt hor niður í munn, 39 stiga hita, samgróin augu vegna sýkingar og hósta eins og stórreykingamaður er ekki góð skemmtun.
Þetta ástand þýðir aðeins eitt; ég verð eins og dregin upp úr ræsinu. Dresskót vikunnar hefur samanstaðið af kósýbuxum með gati á rassinum og þreyttum hlýrabol. Hef einnig lagt mitt af mörkum til þess að skapa brjóstahaldaralaust trend. Spegilmyndin hefur boðið upp á ómálaða, svefnlausa konu með bauga og hárið í einhyrningsteygju upp af enninu. 1200 mínusstig.
Jæja. Þegar við Emil höfðum kysst alla bless í morgunsárið (þar sem mig langaði persónulega meira að ulla á þau af því mig langaði sjálfa svo út) hófust morgunverkin.
Gerði heiðarlega tilraun til þess að útbúa morgunmat fyrir okkur bæði. Barnið töluvert pirraðra en venjulega - skiljanlega. Mútaði honum með að fá að leika að stútkönnunni sinni. Þegar ég kom með matinn var hann að vonum búinn að sulla öllu úr könnunni á borðið og yfir sig sjálfan. Vildi ekki sjá grautinn.
Ekkert annað var í stöðunni en að skipta um alklæðnað. Ákvað að mæla hann í leiðinni. Við erum svolítið eins og vanþróuðu löndin og eigum aðeins rassamæli. Þar sem hann lá nokkuð rólegur á sófanum, með mælinn í rassinum, pissaði hann. Ég með báðar hendur "bundnar" - með mælinn í hægri og hélt um báða fætur hans með vinstri. Mér dauðbrá við að fá bununa yfir mig og stuggaði aðeins við honum í von um að hann myndi hætta. En, nei. Hann hætti ekki, átti nóg inni. Bunan tók stefnubreytingu og fór í stórum boga, nú upp á sófaborð og beint ofan á síma heimasætunnar!
Þar sem ég hugsaði að ég yrði að bjarga símanum frá frekara vatnstjóni fann ég hvernig mælirinn þrýstist út og kom siglandi á þeim stærsta kúk sem ég hef nokkru sinni séð hjá ungabarni. Ok. Þarna hélt ég að ég væri stödd í falinni myndavél. Sat sjálf rennandi pissublaut, með síma sem lá undir skemmdum og bert barn sem var í þann mund að maka sér upp úr eigin hægðum.
Hann toppaði sjálfan sig svo nokkru síðar þegar hann endaði viðbjóðslegt hóstakast með því að æla, yfir mig, sjálfan sig og báðar sjónvarpsfjarstýringarnar.
Bara, partýstuð í B10.
Já og í öllum bænum smelltu á okkur "læk" svo þú getir fylgst með öllu hinu.
Gerði heiðarlega tilraun til þess að útbúa morgunmat fyrir okkur bæði. Barnið töluvert pirraðra en venjulega - skiljanlega. Mútaði honum með að fá að leika að stútkönnunni sinni. Þegar ég kom með matinn var hann að vonum búinn að sulla öllu úr könnunni á borðið og yfir sig sjálfan. Vildi ekki sjá grautinn.
Ekkert annað var í stöðunni en að skipta um alklæðnað. Ákvað að mæla hann í leiðinni. Við erum svolítið eins og vanþróuðu löndin og eigum aðeins rassamæli. Þar sem hann lá nokkuð rólegur á sófanum, með mælinn í rassinum, pissaði hann. Ég með báðar hendur "bundnar" - með mælinn í hægri og hélt um báða fætur hans með vinstri. Mér dauðbrá við að fá bununa yfir mig og stuggaði aðeins við honum í von um að hann myndi hætta. En, nei. Hann hætti ekki, átti nóg inni. Bunan tók stefnubreytingu og fór í stórum boga, nú upp á sófaborð og beint ofan á síma heimasætunnar!
Þar sem ég hugsaði að ég yrði að bjarga símanum frá frekara vatnstjóni fann ég hvernig mælirinn þrýstist út og kom siglandi á þeim stærsta kúk sem ég hef nokkru sinni séð hjá ungabarni. Ok. Þarna hélt ég að ég væri stödd í falinni myndavél. Sat sjálf rennandi pissublaut, með síma sem lá undir skemmdum og bert barn sem var í þann mund að maka sér upp úr eigin hægðum.
Hann toppaði sjálfan sig svo nokkru síðar þegar hann endaði viðbjóðslegt hóstakast með því að æla, yfir mig, sjálfan sig og báðar sjónvarpsfjarstýringarnar.
Bara, partýstuð í B10.
Já og í öllum bænum smelltu á okkur "læk" svo þú getir fylgst með öllu hinu.
Menn verða nú að vinna í eldhúsinu þrátt fyrir veikindi. Að "vera stór" er eina trixið sem Emil kann og sýnir það ópart og vill helst uppskera klapp að því loknu.
No comments:
Post a Comment