Saturday, February 6, 2016

Dagur fimm á Bali - meira úr atvinnulífinu

Næst síðasti skóladagurinn að kvöldi kominn. Eftir morgundaginn er ég "sjálfala" og mun þvælast ein um og skoða.

Dagurinn í dag var sá heitasti hingað til. Við byrjuðum á að fara aftur í sushi á flotta staðnum hér í götunni og hann er enn fallegri að degi en kvöldi, því að hann er ekki bara inni, síður en svo.






Því næst lá leiðin í þvottahúsið sem er líka í götunni. Það er ekki mjög þróað frekar en svo marg annað hér í paradís, en það er einmitt það magnaða við að vera hér - það er allt svo ómengað af vestrænni menningu.

Þvottahúsið brann í maí og það voru Guðbjörg, Sigrún Lilja og allar hinar mögnuðu stelpurnar í Empower women útveguðu fé til endurbyggingar þess. Frábært!





Þaðan héldum við í kennslustofu dagsins en Ósk fór með mig á magnað hótel sem lokakvöldverður Empower women er alltaf haldinn. Það er erfitt að lýsa þessari dvöl minni hér með orðum og hæpið með myndum, en ég er allan daginn í "vóh" mómentinu. Allan daginn.


Á hótelinu var bæði maður að skera út skjaldbökur...




og kona að kenna listina að útbúa fórnir.

 


Skólastofa dagsins.



Hefðbundinn balískur eftirtéttur, grænar pönnukökur með kókos- og pálmasykursfyllingu og ís. 



Get ekki hætt að mynda vinnandi fólk!



Áfram veginn. 



Ísbíllinn? Nei, ætli þetta sé ekki bjórbíllinn. 



Hér er þétt setið. 



Gasflutningar. 



Meiri byggingarvinna. 



Þetta reddast allt með bjórkassanum. 



Langar að leigja mér mótorhjól!








Finnst káti gaurinn á bakvið bestur. 




Bænastund. 


Nei, halló sæti!



Er ekki sjens á öðrum verkfærum en teskeið í þessa gatnagerð?


Enduðum daginn á nuddi í nágrenninu. Klukkutíma nudd kostar heilar þúsund krónur íslenskar, byrjar á fótabaði og endar á engifer-tei og smákökum. Ó mæ. Já, ég ætla líka í nudd á mánudag og föstudag.


Fótabað fyrir nudd. 




Nuddstofueigandinn og sonur hans. Þarna fékk ég smá sting í hjartað og korn í augað, hann er á Emils aldri. Þrái hans knús!



Íhuga að henda inn umsókn í fyrramálið!




No comments:

Post a Comment