Friday, February 5, 2016

Dagur fjögur á Bali - hugleiðsla & hálsmen og áframhaldandi mannlíf

Viðburðaríkur dagur að baki, en við Ósk tókum okkur göngu til hinnar sænsku Susanna Nova, sem hefur byggt upp og rekur gistihús hér ofar í bænum ásamt manninum sínum. Heimasíðan hennar er hér



Susan er sjálfmenntaður innanhússhönnuður og vinnur með fólki um allan heim við að búa til „Inspirational“ heimili. Hún er einnig með sína eigin hönnunarlínu og tekur fólk í hugleiðslu, auk þess að vera tantrakennari.





Ég fór í hugleiðslu hjá henni í dag og út frá mínum svörum við allskonar spurningum útbjó hún hálsmen sem er sérhannað fyrir mig og alveg einstakt, kemur í sérstöku boxi með sögunni minni í. Hún kallar þau Personal Mala, eða verndargripur. 

Hún lét mig setjast á móti sér og hóf hugleiðsluna. Fljólega eftir að hún byrjaði spurði hún mig spurninga sem hún var búin að biðja mig um að svara spontant, því fyrsta sem kæmi upp í hugann.

Hún spurði mig fyrst hvaða litur væri sá fyrsti sem poppaði upp í huga minn. Ég svaraði að það væri appelsínugulur, sterkur litur. Bað mig um að lýsa honum frekar. Sagði að hann væri á bragðið eins og appelsína en lyktin væri krydduð.

Spurði mig því næst á hvaða stað á jörðinni ég væri. Ég svaraði því að ég væri í garðinum hjá ömmu Jóhönnu. Hún bað mig um að lýsa honum og aðstæðum þar. Ég sagði að þar væru blóm um allt, eldliljur í meirihluta. Að ég væri þarna að skottast í kringum ömmu að hjálpa til í garðinum. Þá spurði hún mig að því hvað ég myndi borða þarna og ég svarði ristað brauð með rækjuosti og kalt kakó.

Hún bað mig að lokum um tvö orð sem myndu lýsa þessari upplifun minni í garðinum og ég svarði friður og öryggi.

Alltaf þegar ég hef farið í hugleiðslu og verið beðin um að velja mér griðarstað er það alltaf hjá ömmu Jóhönnu, alltaf. Hún er sú manneskja sem ég skipti og skiptir mig mestu máli í heiminum, með börnunum mínum, bæði meðan hún lifði sem og nú.


Upplifunin mín að komast á blað. 



Eftir hugleiðsluna lét hún mig velja úr allskonar hlutum sem mynda menið, eftir mínum svörum. 


Mér þótti frábært að hitta Susan af því sjálf hef ég alltaf brunnið fyrir innanhússhönnun og því að útbúa falleg heimili.

Þerapían sem ég er að læra hjá Ósk heitir „Lærðu að elska þig“ og er tólf tímar í allt og er einstaklingsmiðuð þjálfun, fróðleikur og verkefni þar sem einstaklingum eru kenndar aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum. 

Ég er semsagt hér á Bali til þess að hefja mitt nám sem slíkur þerapisti. Ósk er mjög glöggur mannþekkjari og benti mér mjög fljótlega á að ég gæti tekið þessa ástríðu mína inn í mitt prógramm, en þrír tímar af þessum tólf getur hver og einn kennari mótað að sér, eftir sínu áhugasviði. Þess vegna fór hún með mig til Susanna. 

Mér finnst ég í himnaríki, búin að læra svo mikið á þessum dögum síðan ég kom en þó eru þetta aðeins fyrstu metrarnir í rosalangri vegferð minni. Það væri svo alger draumur ef ég set mitt „passion“ sem er innanhússhönnun- og sköpun inní prógrammið mitt.

Við sáum margt á leiðinni og eins og þið hafið líklega tekið eftir er ég sjúk í að mynda fólkið hér og umhverfið sem er enn svo "ómengað". 



Bananaskurður, en bananalaufin eru notuð sem matardiskar hér á Bali. 



Pása. 


Hönnunarauganu mínu finnst þetta falleg klæðning. 



Enn ein töffarakonan. 




Þvottadagur. 



Ubud er ekki kallaður listamannabær fyrir ekki neitt, það eru gallerí á hverju götuhorni. 



Önnur sjoppa. 



Hann er ekki einu sinni með púða á öxlinni við þessa timburflutninga. 



Ég fékk fiðrildi í magann í dag þegar ég sá þetta hús til leigu. 



Fjölskyldufyrirtæki. 

Við borðuðum á frábærum heilsustað eftir hugleiðsluna. Allir veitingastaðir eru opnir og þar sem er útsýni, er það óborganlegt. 


Restaurant With a view!




Fordrykkur dagsins var kókoshneta og ég valdi mér Balinese nasi campur sem er hefðbundinn balískur diskur. 



Jesús, þessi krútt! 



Þessir hrísgrjónaakrar plægja sig svo sannarlega ekki sjálfir. 


Endurunnin hús, allt byggingarefnið hefur verið nýtt áður. 



Minnir töluvert á Sjónarhól Línu langsokks. 





Tókum kennsluna eftir hádegi á dásamlegu hóteli þar sem þessa frábæru speki var að finna: 



Endaði daginn á sushistað í götunni minni þar sem ég sat ein og bloggaði og borðaði. Átta bita diskur kostar 450 kall. Ég fékk mér tvo, án þess að blikka auga. Við rauðan fligilinn sat balinískur píanóleikari og með honum var söngvari. 



Já, já - það er ekkert mál að ég sitji þarna í horninu. 



Lífið er ljúft.

No comments:

Post a Comment