Saturday, June 25, 2016

Stelpurokk!



Get ég í alvörunni fengið að hitta Adele, bara yfir einum kaffi? Ég hendist bara til London, það er ekkert mál.

Ég þarf að ræða við hana. Það er með ólíkindum hvað hún hittir oft naglann á höfuðið í sínum textasmíðum og mér finnst hún alltaf vera að semja fyrir mig. Sverða. Hálf krípí.

Tónlist er svo magnað fyrirbæri, bæði á slæmu og góðu dögunum. Niðri í dal eða upp á hæð. Adele á svör við öllu. Skýringar á öllu. Á réttum tíma. Alltaf.

Þetta lag. Þessi texti. Þessi listamaður. Hér er þemalag sumarsins komið. Takk elsku vinkona!

Adele - Send My Love 

Næst á dagskrá er að kjósa konu sem forseta. Vona að ég komist á kjörstað með stóra mínum sem var aðeins nokkurra daga þegar sitjandi forseti, Ólafur Ragnar, var kosinn árið 1996.

Þá gekk ég um gólf með hann allan daginn, Almar Blæ, ekki Ólaf, en í dag bíð ég eftir að hann nái að skjótast frá í vinnunni sinni og kjósa með mér. Að sjálfsögðu höfum við sömu sýn í því máli eins og flestu öðru.

Áfram Halla!






No comments:

Post a Comment