Thursday, July 21, 2016

River Þessir eru æði, efast um að ég fari mikið úr þeim í haust, nú nema þá kannski til að hoppa í rauðu stígvélin úr Rauða krossinum sem ég fann á Akureyri um daginn, 


Ég tel það morgunljóst að ég gæti varla bjargað lífi mínu með því að gerast tískubloggari, er mun meira fyrir annað hvort að rífa kjaft eða tala um eitthvað frá hjartanu. Ekki láta mynda mig í tengslum við "dress dagsins".

Mér bara finnst ég þurfa að segja ykkur frá austfirsku-fataperlunni River á Egilsstöðum og fékk því dóttur mína til þess að gera þennan magnaða myndaþátt með mér í kvöld. Ég var svo "mis" á öllum myndunum þannig að hausinn fékk að fjúka. Vondur hár-húð og allskonar dagur.

Allavega. Þegar ég sá fram á það að vera í sjónvarpstökum vikulega gerði ég mér grein fyrir því að ég væri komin í nokkuð vond mál - en fataskápurinn minn verður ekki tilnefndur til nokkurra rokkstiga þessi misserin þegar endar ná vart saman fyrir mat hjá mér frekar en nokkrum öðrum einstæðum foreldrum.

Eftir bara alls enga umhugsun hafði ég samband við Björk og Gunnu í River og er búin að vera í frábæru samstarfi við þær í vetur. Þær eru algerir snillingar, búðin er alltaf full af allskonar flottu - íþróttafötum, skóm, töskum, fylgihlutum og fötum, bæði frá þekktum merkjum, íslenskum hönnuðum og svo einnig allskonar á góðu verði.

Almesta snilldin er hvernig þær stöllur standa að útsölunum, en þær setja nánast allt á útsölu og dúndra verðunum verulega vel niður og sitja þannig ekki uppi með allskonar gamalt stöff þegar næsta árstíð hefst, já og viðskiptavinir njóta heldur betur góðs af.

Ég myndi kíkja í heimsókn í River ef þið eigið leið um Egilsstaði - og já, útsalan er í blússandi gangi!


Fór einmitt í þessum Adidas bol í síðustu tökur og hann er æði, Tók hann frekar mikið stóran, var í stuði fyrir það! Þessar buxur eru líka sjúklega þægilegar.Ég finn mér alltaf gallabuxur í River sem ég verð skotin í. Þessi peysa er líka þaðan. 


Hef notað þessa peysu endalaust, en vinkona mín á eins og er nánast líka gróin við sína. Hún er bæði kósý heima á kvöldin en gengur alveg sem yfirhöfn á góðum degi. 


Þetta er allt úr River, nema gulu Iðunnarskórnir sem fundust á sínum tíma í gömlum lager í Kaupfélaginu á Stöðvarfirði. Er því miður á góðri leið með að gera út af við þá og tærnar nánast komnar út úr. En, mæli með þessum leggings, já og kjólnum og gollunni! 

Facebooksíðan þeirra er hér

No comments:

Post a Comment