Monday, October 8, 2012

Hvernig standa stigin eiginlega?


Nú verður gerð grein fyrir nýjustu tölum úr Austurlandskjördæmi:
Fargans hreyfingin! Eins og ég er búin að vera dugleg undanfarin ár, alveg fram að broti. Fótbrot verður svona „fyrir og eftir Krist“. Ég er bara ekki í stuði, er það næg afsökun? Nei, ég veit – ætla að fara að bæta mig. Lofa. 
Við skötuhjú erum hins vegar búin að vera harðari en andskotinn sjálfur í mataræðinu, auk þess sem Gísli hreyfir sig fyrir sig sjálfan og mig! Allavega, ég hef verið fram úr hófi dugleg að sleppa brauði og sykri (sjáanlegum, er ekki að greina allt í öreindir) – auk þess sem ég vanda mig almennt. Getur þó ekki annað verið en að mig vanti kalk eða eitthvað, í það minnsta er ég með bjólkurblæti á há-alvarlegu stigi, langar að drekka mjólk stanslaust! Kaffið, jááá – svona næstum innan settra marka. Næstum!
Húsnæðismál. Uppáhaldskaflinn minn um þessar mundir – not! Nú eigum við að losa húsið eftir, humm… 17 daga án þess að vera komin með húsnæði. Þetta er alger brandari, að búa „út á landi“ og fá ekki húsnæði. Það sem er í boði og Íbúðalánasjóður heldur ekki í heljargreipum kostar á bilinu 150-190 þúsund á mánuði. Enda líklega á því að stofna hjólhýsabyggð við Andapollinn, það gæti nú bara verið pínu kósý! Annars, hvað ER þetta bara?
Fjárhagurinn, fjárhagurinn. Ég ætlaði ekki að kaupa neitt „umfram“ í þessum mánuði. En, hvað gat ég? Fór í menningarferð á Seyðisfjörð á laugardaginn var. Sá þar á markaði gallajakkNN. The gallajakki – sem ég hef nánast leitað að síðan ég fæddist. En, þarna hékk hann og beið eftir mér, salírólegur. Wrangler jakki, snjáður, notaður í spað og í alla staði guðdómlegur. Kostaði heila þrjá fimmhundruðkalla. Það var þess virði að brjóta eyðslubann fyrir jakkann – hann er kominn heim!

No comments:

Post a Comment