Monday, November 26, 2012

Kraftaverkin gerast enn í Betlihem.


Kraftaverkin gerast enn í Betlihem. Haldið að hundraðþúsundára húsnæðisvandi fjölskyldunnar sé ekki leystur!
Þannig var að Íbúðalánasjóður auglýsti nokkrar íbúðir til leigu í Melgerði á Reyðarfirði, þ.e. í háhýsablokkunum sem við sjálf búum í tímabundið. Til þess að þurfa a) ekki að lenda á götunni b) sleppa tengdaforeldrum mínum við aðra innrás á nýju ári ákváðum við að Gísli bæði að sækja um til þess að vera örlítið sigurstranglegri í íbúðalottóinu…
Bréfið mitt hjóðaði sirka svona:
Subjekt: Óska eftir íbúð í Melgerði 7, Reyðarfirði

Ég, Kristborg Bóel sæki hér með um fjögurra herbergja íbúð í Melgerði 7 á Reyðarfirði. Er með fimm manna fjölskyldu og bráðvantar íbúð sem allra fyrst.

Svarið frá Íbúðalánasjóði barst síðdegis á föstudag og hljóðaði svona:
RE: Óska eftir íbúð í Melgerði 7, Reyðarfirði

Búið er að draga úr umsóknum sem bárust í eignina Krossmóa 1, Keflavík. Því miður var nafn þitt ekki dregið út. Eins og staðan er í dag er engin eign til leigu hjá Íbúðalánasjóði.

Gísli spurði mig hvort ég væri að fara frá sér, til Keflavíkur. Ekki veit ég hvaða snillingur sá um dráttinn eða þá hvort ég komst þá nokkrntíman í pottinn hér í Betlehem. Hitt veit ég að Gísli fékk ekkert svar á föstudaginn. Töluverðrar frústrasjónar gætti á heimilinu, enda húsnæðismál orðinn jafn þreyttur brandari og prumpuhúmor hjá margra-barna-foreldrum. En, viti menn! Kringum kvöldmat í gær barst Gísla símtal þess efnis að hann væri sá útvaldi. Haaaalelúja, halelúja, halelúúúja!
Við skötuhjú skunduðum því milli blokka í gærkvöldi til þess að skoða herlegheitin, sem eru jú alveg eins og þau sem við búum í nú. Eða næstum því. Við þurfum þó líklega aðeins að venjast því að eiga nágranna í blokk, en aðeins eru tvær íbúðir í noktun í því húsi sem við erum núna. Krakkarnir hafa ganginn út af fyrir sig sem iðulega er brúkaður sem fótboltaæfingasvæði!
En,  1. janúar verður það heillin, sem flytjum enn einu sinni. Vonandi í eina skiptið árið 2013. Amen.

No comments:

Post a Comment