Tuesday, April 30, 2013

Er Bolli heima?

Ég var atvinnusímahrekkjari þegar ég var lítil. Það sem við vinkonunar vorum orðnar sjóaðar, maður lifandi! Ekkert var hægt að rekja, þá voru sko jólin! 

Vá hvað ég skammast mín þegar ég hugsa um það. Veit reyndar ekki alveg af hverju mér datt í hug að játa þessar syndir hér, líklega af því ég er að fara að tala um gamla bolla og datt þá í hug brandarinn sem við notuðum óspart; "Er Bolli heima? En undirskál". Úff, úff, úff...

En. Þetta var nú ekki umtalsefni dagsins, heldur risavaxin ást mín á gömlum bollum. Það er til dæmis eitt sem sambýlismaður minn skilur ekki og ætla ekki að fá hann til að skilja - nóg er á hann lagt samt!


Dálæti minn á gömlum bollum hófst líklega með þessu stelli hér sem ég hafði horft hugfangin á hjá ömmu Jóhönnu alla mína bernsku. Fannst það fallegra en allt saman. Þegar amma eftirlét mér það fannst mér ég vera með gull í höndunum, en hún hafði keypt það þegar hún stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. 

Bollarnir eru sex talsins, ásamt diskum, kakókönnu, mjólkurkönnu og sykurkari. Bollarnir sjálfir eru svo þunnir að það má nánst lesa í gegnum þá. Það sem mér finnst skemmtilegast við þá er að rósirnar eru inní bollanum, ekki utaná eins og á öllum bollum í dag...

Fór eftir þetta að safna stökum, gömlum bollum og á nokkra í dag...

Finnst þessi æði! Keypti hann hjá Þorsteini Bergmann í Reykjavík. Hann er svo mikið ævintýr...

Ó, þessi er líka voða mikið uppáhalds!

Æji, flutningar! Einn ömmudiskur og annar guðdómlega fallegur gullbolli! Ó mig auma!

Bjútifúl!
Þetta er svo sá nýjasti. Jóhanna Seljan færði mér hann í afmælisgjöf í ár, en hann er úr einni af minni uppáhaldsbúð, Húsi fiðrildana. 

Það er svo margt fallegt til í Húsi fiðrildanna, maður lifandi! Til dæmis þetta:

Flottir, langar ferlega í einn!

Krútt!

Pínu svipað mínu stelli...

Ó jesús, þarf ekki að hafa nokkur orð um alla þessa fegurð. Verð bara pínu máttlaus í löppunum mínum!

Mun skála í einhverjum ofangreindum í fyrramálið, svona í tilefni 1. maí!

2 comments:

  1. Ég elska svona gamalt stell og bolla hverskonar :)
    Þetta er yndislega fallegt .
    Og það er draumur að koma í Hús fiðrildanna :)
    Ég eignaðist einmitt bæði matar og kaffistell þaðan þegar ég átti
    afmæli í vor .það er svo fallegt að ég stend stundum við skápinn
    og horfi á það :)
    Bestu kveðjur
    Fríða Einars :)

    ReplyDelete
  2. Fallegast ever! Ein af mínum æskuminningum er líka sú þegar ég fór út að Löndum með pabba og Helgi gamli drakk kaffið sitt úr undurfallegri undirskál. Það fannst mér frekar spes!

    ReplyDelete