Saturday, April 6, 2013

Frostþurrkun nagla - hraðferð/103

Þetta er síðasta naglalakkfærsla ársins, ég sverða - nema þá ég seti á markað mitt eigið!

Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég er búin að brasa við að naglalakka mig með tunguna út í munnvikinu af einbeitingu en geri svo þau mistök "að fara of fljótt af stað" - þá meina ég að fara að stússast eitthvað og skemma allt saman. Sitja uppi með putta með krumpuðu og rispuðu lakki. Það er bara fátt meira pirrandi en það!

Hef einmitt oft hugsað um það hvort ekki sé til neitt húsráð við vandanum - annað en að sitja lengur kyrr og horfa á lakkið þorna, en það bara hentar mér alveg einstaklega illa. Neðangreint ráð hefur stundum poppað upp í hausinn á mér án þess að mér dytti í hug að framkvæma það. En, þegar vinir mínir á Pinterest (einu sinni sem oftar) kynntu þetta fyrir mér, þá stóð ekki á mér!


Ráðið er einfalt og gott. Settu ískalt vatn í skál (ég lét renna allan tímann sem ég var að naglalakka mig). Leyfðu lakkinu að þorna í tvær mínútur með eðlilegum hætti en skelltu nöglum svo á bólakaf í skálina og haltu þeim þar í þrjár mínútur, sem er nægur tími til þess að lakkið harni algerlega! Semsagt frostþurrkun!

Ég prófaði þetta og það virkaði! Var að vísu komin með náladofa af kulda í aumingja puttunum mínum, en, það grær áður en ég gifti mig! Þið getið skoðað þetta nánar hér.


No comments:

Post a Comment