Á morgun hef ég verið lasin í hálfan mánuð. Ég er þeirri ónáttúru gædd að fái ég kvefvott fer hann samstundis inn undir öll bein í andlitinu á mér, sest þar að og ég verð alveg bakk! Var orðin nokkuð brött á föstudag og lét það eftir mér að fara með Þór í Oddskarðiði á laugardagsmorgun. Tekið skal fram að þar var innanhússhiti og lognpollur. Veikindaguðinn ákvað þó að refsa mér all harkalega og sló mig samstundis niður.
Þrátt fyrir að vera ólögleg umheiminum vegna óhóflegrar verkjalyfjainntöku var ég þó með vélina á lofti um helgina. Hér er örlítil myndasaga - spes fyrir ykkur...
Nokkuð hress hélt ég í Oddskarðið með þessa tvo á laugardagsmorgun, í rjómablíðu. Fyrir þá sem ekki eru vinir mínir á Facebook verð ég að láta söguna af þeim félögum fylgja með myndinni... |
Fór með vinina Þór og Sebastían Andra á skíði eftir hádegi. Á leið okkar í skarðið keyrðum við eins og von var til gegnum Eskifjörð. Á hægri hönd þegar komið er inn í bæinn er hálfkláruð bygging sem verða á dvalarheimili. Þegar við renndum framhjá áttu þessar samræður sér stað:
S: Þegar við fórum á skíðadaginn sagði Lóló (kennari) okkur þegar við keyrðum hér framhjá að hingað færum við þegar við yrðum orðin grá og guggin.
Þ: Er það?
S: Já. Mig langar samt frekar að fara á elliheimi á Reyðarfirði, ég kann betur við mig þar.
Þ: Já, ég líka.
S: Jah, ekki nema að það verði eitthvað skemmtilegra að gera hér, eins og tennis, til dæmis.
Þ: Já! Eða borðtennis eða fótboltaspil. Svo erum við nær Oddskarði hér, auðveldara að panta rútu á skíði.
S: Já. Við verðum bara að sjá hvoru megin verður meira skemmtilegt í boði.
Bráðnauðsynlegar pælingar á áttunda ári. Fer að kynna fyrir þeim viðbótarlífeyri fljótlega.
Gísli átti afmæli á laugardaginn og héldum við smá kökuboð í Miðdalnum hjá ömmu Jónu Mekkin á sunnudaginn. Her má sjá brot af flottum afmælisgestum... |
Skíðaáhuginn heltók mannskapinn og Gísli skellti sér í skarðið með systkinin fyrir veislu... |
Ó jeminn - ég ræð rosalega illa við mig í svona partýum! |
Engin mynd reyndist nothæf af afmælisbarninu eftir daginn - en af Tomm töff, hann myndast alltaf vel. Á neðri myndinni er hann að láta Þór hafa það óþvegið! |
Bara verð að láta þessa fljóta með. Þarna er Hafþór Atli að sýna afar metnaðarfullt töfrabragð. Ég mæli með að forsvarsmenn allra sumarhátíða hafi samband við kappann! |
Upplifði svo sirka fimmtán mínútur af frægð á dögunum. Atvikaðist þannig að einu sinni sem oftar átti ég leið í Molann (mollið okkar Reyðfirðinga). Leit við á Exito-hár hjá Helenu, sem var að klippa konu og segir: Krissa, þú ert fyrirmynd hjá þessari, hún sá kilippingu á þér í blogginu þínu...
...á leið minn út af stofunni gekk ég í flasið á konu sem sagði: Ertu búin að fá einhverja vinnu? Ég neitaði því. Þú verður samt að halda áfram að skrifa, sagði hún - það er svo gaman að lesa bloggið þitt!
Að erindi mínu í Molanum loknu þurfti ég að skreppa í Húsasmiðjuna. Ég var varla komin þar inn þegar kona stoppar mig og segir; Mikið roooosalega ertu góður penni stelpa - og var þá sérstaklega að vitna í stjuptengslapistilinn minn sem ég kastaði fram um daginn.
Auðvitað þykir mér vænt um að heyra það að ég sé ekki bara að skrifa mér til skemmtunar, heldur að fólk hafi gaman af því að lesa það sem ég set frá mér. Mér þætti líka alveg frábært að þið mynduð vera enn duglegri að kommenta ef ég er að skrifa um eitthvað sem ykkur þykir skemmtilegt eða snertir ykkur á einhvern hátt - mér finnst nefnilega svo gaman að lesa það sem þið skrifið.
Þeinks
Takk fyrir yndislegt blogg, alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar og fallegur pistillinn um stjúptengslin, flottur penni og alls ekki hætta
ReplyDeletekveðja Silley
P.s gaman að sjá hvað Bríet og Þór eru orðin stór og flottir krakkar
les reglulega, góður penni stelpa!
ReplyDeletekíp öpp ðe gúd vörk! :)