Monday, April 15, 2013

Svellkaldur kvöldmatur!

Mér er mjög vel við kaffi. Líka ís. Eiginlega bara mjög, mjög, mjög.

Byrjaði að drekka kaffi 14 ára í frystihúsinu á Stöðvarfirði. Að vera að ormahreinsa frá sex á morgnana til fimm á daginn krafðist þess hreinlega. Ekkert var betra til þess að hressa þreytt augu og loppna putta en bleksvarta kaffið sem Helena verkstjóri hellti uppá. Allar götur síðan þá hef ég drukkið kaffið mitt kolsvart og sykurlaust - nema þá á dögum sem ég vel krúsidúllur eins og Latte. Veit líka fátt betra en ís. Vil þó aðallega vanilluís, helst heimagerðan. Það er fullnæging í skál. 

Það gefur þó augaleið að "kaffiís" er málið. Fannst ég eiga svoleiðis skilið í kvöldmat, af því ég er lasin skiljiði. Meira að segja alein heima og lasin. 


Byrja að sjálfsögðu á því að hita mér kaffi, sterkt og gott...


Átti svosem ekki neinn fansí ís, heldur afgang af fimm lítra dollunni sem við Gísli keyptum í Krónunni um daginn. Note to self: Aldrei fara svangur í búð!


Byrjaði á þessum gjörningi þegar ég vann í Alcoa. Það var alltaf ís í eftirmat á fimmtudögum. Í fyrstu glápti fólk á mig þegar ég fyllti glasið mitt af ís, en notaðist ekki við skál eins og aðrir... 



Daddaramm, svo er bara að hella sjóðandi heitu kaffinu út á ÍSkaldann ísinn - passið að gera ekki mikið, bara dass...



...Umhumm, eitthvað sirka svona...


Svo bara hræra og njóta. Ég drekk svo extra kaffi meðessu. Er ekki frá því að ég hafi aðeins hresst eftir kvöldmatinn, svei mér þá!


No comments:

Post a Comment