Sunday, April 14, 2013

Sunnudagsspjall um föstudags-f/k-lipp

Ég er á lífi. Fór meira að segja í klippingu á föstudaginn - aldrei þessu vant! Það er reyndar alls ekki satt, þetta með aldrei þessu vant. Er með klippingablæti. Alvarlegt!

Þykist alltaf vera að safna hári en nenni því svo engan vegin þegar ég er alveg að ná takmarkinu. Merkilegur andskoti. Alltaf sami hringurinn, alveg eins og leið sjö hjá Strætó.

Mín er nokkurnvegin svona:

  • Ég tek æðiskast og klippi mig. Læt klippa mig öllu frekar, sem betur fer. Væri slæmt ef mér færi að detta í hug að spara mér þann pening. Oftar en ekki eftir að hafa séð eitthvað hipp og kúl í miðlunum. 
  • Hringi í klipparann og verð helst að komast að ASAP. Umhumm. Á sem betur fer skilningsríkustu og bestu klippara í bransanum, önnur staðsett hér á Reyðarfirði og hin í Reykjavík. Sniðugt kerfi. 
  • Sé samstundis eftir að hafa klippt mig um leið og það er yfirstaðið. 
  • Við tekur þetta: Safni, safni, safni. Ég safna og enda svo alltaf með því að taka allt saman upp í tagl/snúð. Fæ svo ógeð á öllu saman. 
  • Æðiskast. Hringur tvö and so on.
Eníveis. Heimsótti Helenu mína á Exító á föstudaginn og útkoman varð þessi...


Er svosem ekki ósvipuð því og ég hef oft verið, þannig. Líkar alltaf betur við beinar línur heldur en tjásu-somþíng. Það er einhvernvegin ekki ég. 

Á síðustu tveimur árum hef ég farið nokkra hringi eins og sjá má hér að neðan...

Þessi mynd er tekin sumarið 2011. Þarna var ég augljóslega búin að vera voða dugleg og þolinmóð stelpa.
Um haustið fékk svo eins og oft áður leið á öllu saman og var þá ekkert að tvínóna við hlutina,  nánast allt látið fjúka!

Fljótlega heltók söfnunaráráttan mig á ný en verkefnið var allt annað en auðvelt þar sem ég var alveg rökuð í annarri hliðinni.
Fór svo eitt kvöldið til Helenu og bað hana um að gera eitthvað fyrir mig. Gleymi ekki þegar Bríet vaknaði morguninn eftir, starði á mig og sagði; Klippti hún þig sítt? Á þessu tímabili var ég oft kölluð Playmokallinn 
Þessi mynd er tekin í fyrra vor.
Þessi í sumar!

Þessi er tekin á Þorrablótinu í janúar. Þar var ég bara komin með töluvert sítt hár. Helena hafði lofast til þess að henda því einhvernvegin upp og gera mig sæta og fína. Í mér voru farnir að blunda klippidraumar. Helenu seinkaði á Þorrablótsdaginn sem varð til þess ég var búin að drekka pínu rauðvín þegar hún kom. Maður fær oft svo snjallar hugmyndir í glasi og ég mætti sumsé með stutt hár á blótið, enga greiðslu!
Hringnum var lokað á föstudaginn, í bili.

No comments:

Post a Comment