Tuesday, April 9, 2013

Takk!

Þegar ég settist við tölvuna í gær til þess að skrifa hugleiðingar mínar um mikilvægi góðra stjúptengsla óraði mig ekki fyrir þeim viðbrögðum sem pistillinn átti eftir að hljóta. Viðbrögð er kannski ekki rétta orðið, heldur þeim fjölda "heimsókna" á síðuna mína eftir  - jú og auðvitað fallegra orða og hundruða "læka".

Umræðuefnið var reyndar alls ekkert á dagskrá, heldur gubbaðist uppúr mér í helberu gæfusílakasti eftir samtal mitt við Rebekku hálftíma áður. Ætlun mín var held ég að skrifa um myndaramma, en langaði það svo eitthvað miklu minna þegar ég settist niður.

Það er ekki langt síðan ég fór aftur af stað með bloggið mitt. Á venjulegum degi lesa milli 100 og 200 manns pistlana mína, allt niður í 70 (ef ég býð upp á eitthvað ógeðslega óspennandi) og upp í 300 (ef ég  er skemmtileg og næ að semja krassandi fyrirsögn) sem mér finnst bara mjög fínt. Í gær litu aftur á móti 1242 gestir við. Tólfhundruð fjörutíu og tveir! Takk kærlega pent!

Ég er himinlifandi, algerlega! Fyrst og fremst segir þetta mér þó að umræðan um málið sé alltaf þörf, enda mikilvægara en flest allt.

Takk fyrir frábærar viðtökur. Hjálpumst að við að vernda æskuna. Love and peace!


No comments:

Post a Comment