Thursday, April 25, 2013

Tuskum okkur upp!

Ég bý ekki í námunda við Rúmfatalagerinn og einhvernvegin veit þá aldrei hvert ég á að fara til þess að finna tuskur. Enda er ég búin að finna mínar bestu, alveg sjálf!

Þetta er svona sirka ástandið á flestum tuskum í 403 þessa dagana.

Þá er ekkert annað en að taka til sinna ráða. Það sem mér finnst langbesta lausnin við þessum vanda er að fara í baðskápinn og finna eitthvað handklæði sem er orðið vel þvegið og má muna sinn fífil fegurri.

Þetta hérna var tilbúið til þess að fórna sér að þessu sinni!

Svo bara að láta skærin vaða...

Klippið í þær stærðið sem ykkur líkar sem best. 

Awww. Með einfaldri aðgerð er ég tíu stráheilum tuskum ríkari. Ég og Ajax vinur minn ætlum að taka til hendinni á föstudaginn - svona til þess að fagna sumri!
 Gleðilegt sumar!

No comments:

Post a Comment