Friday, April 26, 2013

VorHUGUR

Ég hef aldrei velt orðinu "vorhugur" sérstaklega fyrir mér þannig, bara notað það án umhugsunar. Það er hinsvegar að öðlast nýja merkingu fyrir mér þessa dagana.

Þetta gerist reyndar á hverju vori. Með hækkandi sól og lengri dögum umturnast hugurinn á mér. Mér finnst ég þurfa að græja allt og gera. Taka til í fataskápnum, hengja upp myndir, breyta, bæta, mála ef ég bý í eigin íbúð og láta almennt öllum illum látum!

Vorhugakast mitt er sérlega alvarlegt í ár. Fyrir utan það ofangreinda er ég með aragrúa af  hugmyndum í hausnum á mér. Iðandi eins og í mauraþúfu. Er að kafna úr einhverri sköpunargleði sem ég átta mig þó ekki alveg á hvað ég á að gera við. Snýr heldur ekki að einu, heldur hreinlega öllu.

Mig langar að skrifa bækur, mála myndir, hanna allskonar hluti svosem myndaramma, púðaver, serviettur, kort -, stofa ákveðið fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt! Vá hvað þetta er óþægilegt, verð að fara að tappa af með því að framkvæma eitthvað af þessu áður en hausinn á mér springur í loft upp!




Líður sirka svona. Góða helgi krakkar!



No comments:

Post a Comment