Wednesday, July 17, 2013

Eldhúsgluggagróðurhús

Æji, það þarf ekki einu sinni að spandera færslu um ást mína á IKEA - held að öll heimsbyggðin sé algerlega meðvituð. Finnst þessi sófi til dæmis fallegri en flest - enda uppseldur!
Ég greini hins vegar frá því með stolti að ég hóf kryddjurtarækt í eldhúsglugganum í gær. Ekki umfangsmikla en þó. Ég bind þó engar einustu vonir við að þær komist upp úr moldinni enda með ljósgræna fingur með afbrigðum. Mun þó gera mitt besta til þess að koma myntunni á legg, af augljósum ástæðum!

Einn, tveir og byrja! Basil, mynta og oregano.

Djöbblast í essu...

Á leið í gluggann. Myntan er að sjálfsögðu í heiðurssæti!

Mun greina frá því hvernig ræktunin gengur. Ef hún gengur þ.e.a.s. Endilega gefið mér góð ráð!

No comments:

Post a Comment