Friday, July 12, 2013

Heimur versnandi ferNú ætla ég að hætta að horfa á fréttirnar, í það minnsta þegar krakkarnir mínir eru heima. Ég sverða!

Sonur minn, verðandi átta ára, hefur upp á síðkastið verið lengi að sofna, sofið illa - vaknað og viljað koma uppí, eitthvað sem hann hefur ekki almennt sótt í. Ég spurði hann hvað væri að en í fyrstu var hann þögull sem gröfin. Þegar ég gekk á hann tjáði hann mér svo að hann væri svo hræddur um að þeim litlu yrði rænt og við fullorðnu meidd! 

Dóttir mín, verðandi 11 ára, hefur einnig verið mjög upptekin af bófum og vondu fólki að undanförnu.  Biður mig vinsamlegast að læsa sig inni ef ég skrepp út í búð. Ég reyndi lengi vel að gera lítið úr þessu, sagði að bófar og mannræningjar væru bara til "í útlöndum". Skömmu síðar var maður drepinn á Egilsstöðum, í blokk þar sem bróðir hennar var oft gestkomandi hjá vini sínum!

Fyrsta frétt kvöldsins varðaði árás þar sem manni var haldið föngnum í sólarhring og honum misþyrmt. Það líður varla sá fréttatími án þess að sagt sé frá morði, meiðingum eða mannránum á Íslandi. Börn numin brott á nóttu á heimili sínu, eða á leið heim úr skólanum. 

Það eru ekki tölvuleikir eða "ljótar myndir" sem hræða börn, það er þessi viðbjóðslega veröld sem við búum í. Andskotinn hafi það!

Ætla bara að skipta fyrir á Popptíví milli sex og átta á kvöldin. Eða nei. Skilaboðin þaðan eru að það sé smart fyrir stelpur að vera 45 kíló, með aflitað hár og sílikonbrjóst. 

Ætti kannski að sleppa því að blogga þegar ég illa fyrir kölluð. Hugsanlega. Mér finnst þetta þó umhugsunarefni alltsaman. 

Góða helgi

No comments:

Post a Comment