Sunday, July 14, 2013

Pólar festival - svipmyndir helgar

Sumarhátíðin Pólar Festival var haldin hátíðleg á Stöðvarfirði, mínum uppeldisbæ, um helgina. Ótrúlega skemmtilegur viðburður þar sem áherslan var á sjálfbærni og hagnýtar listir. Frábært framtak og skemmtileg helgi sem ég vona að sé komin til að vera.

Getur verið að löggubílinn hafi ekki höndlað öll þrifin sem fram fóru á honum í gær? Hann er ekki vanur sko!

Það er ekki mikið fallegri aðkoman...
Líf...

...og list

Ó - ég græði alltaf svo mikið þegar ég fer á Stöddann!

...og næ alltaf að versla gersemar á klink...

Fyllti risastóran poka á "pokadegi" Rauða krossins. Finnst það besta búðin í bænum - lenti augljóslega á dánarbúspoka í gær, í það minnsta MIKLU góssi. 1500 kall, verskú!

Mamma lumaði á fullum kassa af góssi...

...merkilegt verður að teljast að hún hafi ekki verið búin að henda öllu saman. Allavega. Fullur kassi af Nýju lífi síðan 81-82 er minn. Jane Fonda og svona.

Hittum loksins litla Aron okkar - bróðurdótturson minn - sem býr í París og talar við okkur á frönsku!

Tilraun til myndatöku á Pólar

... þar sem blómakrans var staðalbúnaður

Siljubarnið mitt smakkar arfasalatMæðgur

Kvöldrölt myndatökunörda

Fallega, fallega stelpan mín!

Áfram Pólar!


No comments:

Post a Comment