Friday, July 26, 2013

Nýtt ilmvatn?

Ég er svo aldeilis hissa. Haldiði að ég sé ekki búin að finna ilmvatn sem ég gæti hugsað mér að nota - já, bæði fæst það á Íslandi og er íslenskt! 

Ég hef alltaf átt alveg óskaplega erfitt með að finna mér ilmvatn, svo ekki sé meira sagt. Flest ilmvötn þykja mér bara vond. Sérþarfirnar eru töluverðar, en þau mega alls ekki vera "fersk/létt", blóma eða of væmin. Verða að vera "heit", sæt (en ekki of), krydduð og seyðandi - eins og ég greindi frá hér

Í dag átti ég stefnumót við vinkonu mína sem býr í Reykjavík og ég sé alllllt of sjaldan. Hún var varla sest niður hjá mér á kaffihúsinu þegar ég var byrjuð að "þefa" og greina þá dásamlegu lykt sem hún bar. Stóðst ekki mátið nokkru síðar að spyrjast fyrir um hana...

...töfrarnir eru íslensk framleiðsla, ELLA - og meira að segja heillaðist ég að dagilminum, ekki kvöld - sem er mjög óvanalegt. Eins og segir í lýsingunni minnir hann á gular sítrónur og blátt hafið. Eins og ég er viðkvæm fyrir "léttum" ilmum, þá er þessi það að einhverju leiti en einnig svo kryddaður. 

Langar!

No comments:

Post a Comment