Það sem ég er heppin að hafa fengið þessar systur í kaupbæti með Gísla, maður lifandi. Þekkti þær ekki í sundur til þess að byrja með, enda tvíburar, nei reyndar þríburar Ragga, Jóa og Guðni. Ógeðslega sniðugt svona "tvær fyrir eina tilboð" - skiptir akkúrat engu máli með hvorri ég hangi, eru hvort sem er alveg eins. Pörfekt.
Þær skömmuðu Gísla reyndar fyrir nokkru að vera að ná sér í kærustu sem hefði eins góðan smekk og þær, en við erum allar með blæti fyrir fallegri hönnun og nú eru þær ekki aðeins tvær að rífast um sömu hlutina, heldur erum við þrjár.
Allavega. Við elduðum einn af mínum uppáhaldsréttum, Fajitas. Mér finnst það með því allra besta sem ég fæ. Jóa steikti kjúklinginn upp úr sterku Fajitaskryddi og skellti lauk og gulum baunum út í - maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Skemmst er frá því að segja að blandan var algerlega skotheld! Namm!
Strákarnir fóru í búð og duttu niður á akkúrat passlega þroskuð avakado og því hentum við í "nánast heimatilbúna" Guacamole - svo miklu betri en úr búð. |
Aww, namm. Myndin er því miður stolin af veraldarvefnum þar sem ég hafði engan tíma til að mynda meðan ég var að troða í mig! |
No comments:
Post a Comment