Sunday, February 16, 2014

100 hamingjudagar - 5

Gladdi mig einstaklega mikið að sjá til himins í morgun og sólina læðast yfir fjallatoppana, en það hefur ekki gerst siðan fyrir krist, svona sirka. Við hjónaleysin lufsuðumst meira að segja í göngutúr og allt...
Matarboð dagsins var svo einnig sérlega kærkomið, en ég veit fátt betra en að nýta sunnudagana í að klessast með góðum vinum.
Aftur á móti áttaði ég mig á því í morgun að þessi 100 daga áskorun hentar mér ekki. Finnst hreinlega leiðinlegt að blogga ef "ég á að gera það". Líður svona svipað og þegar ég var í tónlistarskóla hér í denn og átti að læra nótur. Fannst það svo leiðinlegt að ég gerði það ekki, vildi bara spila eftir eyranum. Var rekin úr vistinni fyrir rest.

En, hugmyndin er skemmtileg, en ég hef ákveðið að spila þetta bara eftir eyranu.

No comments:

Post a Comment