Sunday, February 16, 2014

Þjóðhátíðaprins á stærð við stórt mangó


Samkvæmt vísindalegum útreikningum er ég nú á 23 viku meðgöngunnar. Á mannamáli merkir það að ferlið sé rúmlega hálfnað. Samkvæmt babycenter.com er þjóðhátíðaprinsinn nú á stærð við stórt mangó, en þar eru mælieiningar viku fyrir viku allar tengdar við grænmeti og ávexti - pínu spes!

Mér finnst ég hins vegar freakar búin að vera ólétt í 23 mánuði. Endalaust. Það er magnað hvað þessi tími er lengi að líða. Er þó vissulega farið að líða mun skár en fyrst- sofna ekki standandi hér og þar eða er um það bil að æla á næsta mann, alltaf.

Mamma fór að versla fyrir helgi og var þar tjáð, algerlega í óspurðum fréttum, að 38 ára gömul kona væri allt of gömul til að standa í barneignum. Það fauk í mína og svaraði því til að þar væri hún ósammála og ég væri örugglega bara ekkert hætt að eignast börn. Mamma, sér um sína!

No comments:

Post a Comment