Wednesday, February 19, 2014

Vaxa hár, vaxa...

Vaxa hár, vaxa. Fer með þessa möntru oft á dag um þessar mundir. Hef enga þolinmæði fyrir hárvexti almennt. "Já, en þú ert búinn að vera að safna hári síðan við kynntumst fyrir tveimur árum," segir Gísli þá.

Já, já - díngadíngadong. Það má vel vera, ég sko bara klippi mig alltaf í millitíðinni. Eða ekki ég beint, heldur Helena vinkona mín, það er kannski of auðveldur aðgangur að henni fyrir mig. Það má vera, en því ætlum við ekki að breyta.

Hef svosem verið allskonar gegnum tíðina, með sítt, stutt, hanakamb, litað og ólitað. Nú síðustu fimm ár hef ég ekkert litað það og er mjög fegin að vera komin út úr því. Reglulega, já mjög reglulega, fæ ég einhverjar klippidillur sem ég verð að framkvæma þá í síðasta lagi eftir hálftíma. Þess vegna gengur svona illa að safna.



Þarna er ég einmitt ásamt Helenunni minni. Við erum ekki með gulu, þetta er bara myndatakan sko...







Er yfirleitt með topp. Enda alltaf þar aftur eftir að hafa gert ýmsar heiðarlegar tilraunir til þess að safna honum. Nú langar mig að safna. Uhumm, gangi mér vel. Rosa vel bara. Langar að safna topp og alles. Jebb, gangi mér enn betur.

Ekki þó halda að ég stefni á því að safna jafnsíðu hári og vera bara þannig, það gerir bara ekkert fyrir mig. Oj, ekki sjens.


Ó hvað hún er ótrúlega fín. Finnst "axlasítt með djúpri hliðarskiptingu" gasalega smart þessa dagana. Gæti jafnvel hugsað mér að fá mér lit og láta öllum illum látum. En, til þess þarf ég að safna topp, sem er þrautin þyngri.









Ég svoleiðis finn toppinn á mér vaxa, eins og arfa!








No comments:

Post a Comment