Monday, March 3, 2014

Húslegir skipulags-hórmónar

Meðganga er mikið rannsakað fyrirbæri, enda stórmerkilegt. Ekki nóg með að hvað ferlið allt saman er stórfenglegt kraftaverk, þá er hormónaflæðið sér kapítuli út af fyrir sig. Fyrir utan það að verða enn meiri væluskjóða en vanalega þá koma yfir mig allskonar dillur á meðgöngum. Mig langar til dæmis í Undanrennu alla daga og allar nætur - drekk líklega tvo lítra á dag!

En hvað er að frétta af skipulagsæðinu? Það er eins og við manninn mælt, á hverri einustu meðgöngu rennur á mig þetta ferlega skæða skipulagsæði, líklega kallað hreiðurgerð. Fyrr má nú öllu ofgera, segi ég nú bara. Hvað held ég? Að barnið muni aldrei bíða þess bætur ef einar of litlar buxur af krökkunum lufsist inn í skáp eða að pottaskápurinn sé ekki eins og í byrjun desember? Ég finn mig algerlega knúna til þess að; 

  • Fara yfir alla fataskápa og helst losa mig við eins mikið og ég mögulega get. 
  • Aðrar skúffur og skápar fá heldur alls ekki og engan veginn að vera í friði. Nei, nei, ég þarf svoleiðis endilega að fara yfir allt, hverja eina og einustu. Taka til, henda og ryksuga - tek þessu svo bókstaflega að engu líkara en um skipun að ofan sé að ræða. 
  • Geymslan. Já, þið heyrðuð rétt. Geymsludótið okkar er reyndar á hrakhólum vegna þess að við búum sjálf í dúkkuhúsi og því ekkert pláss. Vorum að færa það á milli húsa um helgina og "í leiðinni" fór ég yfir hvern einasta kassa, já svona rétt til þess að hafa allt á hreinu. Almáttugur!
  • ToDo listar. Drepið mig ekki, ég framleiði slíka lista. Þeir eru út um allt, allt skal skráð, skjalfest og gert. Helst í gær.  

Svo virðist að vissara sé að rynsuga og taka til í eldhússkúffum a.m.k. einu sinni i viku!


Að mínu mati er ekki við hæfi að hafa ekki 100% yfirsýn á geymslukassana


Móðir mín segir mig aldrei nokkurntíman hafa verið skrifandi. Þrátt fyrir það get framleiði ég handskrifaða ToDo lista. 

Fyrr má nú vera. Ég er nú frekar skipulögð manneskja að eðlisfari en það keyrir alltaf gersamlega um þverbak á meðgöngum. Spurning hvort ég bjóð mig ekki fram fyrir annað fólk, áður en ég hendi Gísla og krökkunum. 

No comments:

Post a Comment