Friday, October 3, 2014

Föstudags

Föstudagar eru uppáhalds, það er bara þannig. Skrapp "í bæinn" í dag og kom heim töluvert ríkari en ég fór. Já eða svona eftir því hvernig á það er litið.


 Kom við í Helgubúð sem því miður er að loka á allra næstu vikum. Þar kennir alltaf ýmissa grasa og ég get gleymt mér við að róta í bókum svo langtímum skiptir. Nú er hún mín. Loksins. Dalalíf 1, eftir Guðrúnu frá Lundi.

Dalalíf var jafn stór hluti af æsku minni og sláturgerð eða önnur árstíðabundin verk. Mamma hafði það fyrir sið og hefur enn að lesa öll þrjú bindin einu sinni á ári. Hló alltaf jafn mikið.  

Einnig þegar hún hún las fyrir mig. Já, eða reyndi að lesa fyrir mig, en það var henni nánast lífsins ómögulegt þar sem hún hló alltaf svo mikið að tárin runnu úr augunum á henni. Elías, Grímur grallari eða Jón Oddur og Jón Bjarni. Ætlaði bara ekki að komast í gegnum blaðsíðurnar án þess að lamast tímabundið af hlátri. 

Hvet ykkur til þess að koma við í Helgubúð fyrir lokun og næla ykkur í bækur sem flestar eru á 25 krónur! 



Föstudagur - fréttatíminn. Ég var mjög lengi að sætta mig við að Fréttablaðið væri ekki borið í hús hér fyrir austan. 

Þrátt fyrir að fylgjast vel með fréttum á samfélagsmiðlum þá er blaðið alltaf ofan á fyrir mér. Það er einhver önnur stemmning við það. Kaffibolli og blað - best. Ef ég fer snemma í Krónuna á föstudögum, þá næ ég eintaki. Eins og í dag. 




Emil ætlar að verða trendsettir og koma "næntís" aftur á kortið í barnafatatískunni. Í dag áskotnaðist okkur þessi dásamlegi retró útigalli úr P.O.P - frá árinu 1997. 



Það sem ég á skilið rauðvinsglas eftir þessa viku. En rauðvín er ekki bara rauðvín krakkar mínir. MONTES, það er rauðvín - svo mikið er víst. Bjartur berjaávöxtur, mokkaangan og sæt vanilla segja spekingarnir. Bragðast meira að segja enn betur þegar maður er búinn að klína á sig maska.

Það væri ekki út vegi að smella eins og einu læki á þessa


Gleðilega helgi

No comments:

Post a Comment