Laugardag nokkurn sendi ég Gísla út með alla krakkana til þess að ég gæti rassakastast heima og þrifið á mínum hraða.
Það byrjaði bara nokkuð vel, alveg þar til kom að hansahillunum á ganginum. Þar sem ég þurrkaði syngjandi af einni þeirra rak ég mig í aðra stoðina. Það sem eftir fór gerðist í sló-mó.
Hillan hrundi.
Ofan á aðra hillu.
Eftirfarandi hafnaði á gólfinu:
Þrjár vínflöskur.
Sex Iittalaglös.
40 naglalökk.
Myndarammi.
Ýmislegt annað smálegt.
Hringdi í Gísla sem spurði; "Brotnaði vínið?"
Bríet spurði hann: "Brotnuðu naglalökkin? Fórstu að gráta?"
Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Í stað þess að henda öllu rándýra finnska glerinu á haugana tók ég frá tvö heillegri glösin. Pússaði á þeim brúnirnar með sandpappír og er ég nú eigandi Iittala-kertastjaka.
Rándýr hönnun.
Þú búin/n að læka þessa?
No comments:
Post a Comment