Saturday, October 4, 2014

Iittala kertastjakar - glæný hönnun í mínu eigin boði

Ég hef aldrei verðið þekkt fyrir mikla lognmollu og geri hlutina yfirleitt hratt og örugglega.

Laugardag nokkurn sendi ég Gísla út með alla krakkana til þess að ég gæti rassakastast heima og þrifið á mínum hraða.

Það byrjaði bara nokkuð vel, alveg þar til kom að hansahillunum á ganginum. Þar sem ég þurrkaði syngjandi af einni þeirra rak ég mig í aðra stoðina. Það sem eftir fór gerðist í sló-mó.

Hillan hrundi.
Ofan á aðra hillu.

Eftirfarandi hafnaði á gólfinu:

Þrjár vínflöskur.
Sex Iittalaglös.
40 naglalökk.
Myndarammi.
Ýmislegt annað smálegt. 

Almáttugur minn. Aaaaalmáttugur. Eftir að hafa varist skriðunni stóð ég sótblövandi í henni miðri. Fjögur glös lágu í valnum. Fátt eitt annað. Hefði mátt vera allt annað. Andskotinn.

Hringdi í Gísla sem spurði; "Brotnaði vínið?"
Bríet spurði hann: "Brotnuðu naglalökkin? Fórstu að gráta?"

Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Í stað þess að henda öllu rándýra finnska glerinu á haugana tók ég frá tvö heillegri glösin. Pússaði á þeim brúnirnar með sandpappír og er ég nú eigandi Iittala-kertastjaka.

Rándýr hönnun.



Þú búin/n að læka þessa?


No comments:

Post a Comment