Sunday, October 5, 2014

Mögnuð mánaðamyndataka

Þó svo Emil sé aðeins fjögurra mánaða í dag er frábær skemmtun að renna yfir "afmælismyndirnar" og sjá hve mikið hann hefur þroskast. Myndataka dagsins er einfaldlega of fyndin til þess að deila henni ekki með ykkur. 

Emil er ofsalega duglegur strákur og er búinn að hjóla til Hveragerðis og aftur til baka síðan hann fæddist - svo mikið gengur á hjá honum allan daginn. Hann ætlar sér líklega að verða fimleikastjarna, en "að fara í brú" er heitasta tískubólan í dag. 


Jæja. Eins og áður var Emil settur við hlið þunglynda bangsa. Reyndi að hressa hann við með því að gera "aaa". Honum stökk ekki bros á vör og því ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað. 

Taka tvö. Emil komið aftur á sinn stað. Bangsi allur að hressast. Emil líka. 

Þetta varð að reyna einu sinni enn. Pabbi átti fyndinn brandara þarna um miðbikið en svo var ekkert annað í stöðunni en að smella sér í brú!

Ég leyfi mér að fullyrða að Emil telur niður dagana þar til hann kemst "af stað". 

Læka þessa?

No comments:

Post a Comment