Emil er ofsalega duglegur strákur og er búinn að hjóla til Hveragerðis og aftur til baka síðan hann fæddist - svo mikið gengur á hjá honum allan daginn. Hann ætlar sér líklega að verða fimleikastjarna, en "að fara í brú" er heitasta tískubólan í dag.
Jæja. Eins og áður var Emil settur við hlið þunglynda bangsa. Reyndi að hressa hann við með því að gera "aaa". Honum stökk ekki bros á vör og því ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað.
Taka tvö. Emil komið aftur á sinn stað. Bangsi allur að hressast. Emil líka.
Þetta varð að reyna einu sinni enn. Pabbi átti fyndinn brandara þarna um miðbikið en svo var ekkert annað í stöðunni en að smella sér í brú!
Ég leyfi mér að fullyrða að Emil telur niður dagana þar til hann kemst "af stað".
Læka þessa?
No comments:
Post a Comment