Sunday, November 30, 2014

Fyrsta aðventuhelgin

Aðventan eru jólin mín. Eftirlætis tími ársins.


Kaðlaprjónuðu aðventukerin mín.


Móðir mín gaf mér þessa jólastjörnu í einhverju bjartsýniskasti föstudaginn. Hingað til hef ég ekki náð að halda lífi í harðgerustu kaktusum. 


Minn heittelskaði gaf mér einstaklega kærkomna aðventugjöf. Frí. Já, hann gaf mér tíma fyrir sjálfa mig alla helgina. Eins og flestir lesendur vita þá hefur elsku Emilinn okkar reynt á þolrifin og eftir margra mánaða svefnleysi var ég algerlega orðin bensínlaus. Þeir feðgar fóru því í helgarheimsókn til ömmu á Eskifirði og ég átti að vera að slaka á og sofa.

Einmitt. Það gekk ekki vel. Fyrri nóttina vaknaði ég oftar en á meðalnóttu og það er nokkrum sinnum. Ég afrekaði líka meira þessa helgi en ég hef gert samtals síðustu fjóra mánuði. Verslaði jólagjafir, tók til í fataskápun og kom upp jólunum.


Undirbúningur jóladagatals. 


Þetta góss bíður innpökkunar. 


Iiii já. Jólasokkurinn. Móðir mín hefur að öllum líkindum smitað mig illilega af bjartsýni sinni, en við höfum ekki sent jólakort í þrjú ár og verður því að teljast líklegt að við séum dottin út af flestum jólakortalistum. 

Það sem einveran var þörf, þó svo ég væri nánast vælandi af söknuði inn á milli. Best var þó að fá þá heim. Langbest. 


Þessi var sáttur að komast heim í dótið sitt í dag. 

Á morgun ætlum við Emil að halda til móður minnar á Stöðvarfjörð til þess að baka mömmukökur. Kannski eitthvað fleira. Mömmukökurnar eftir uppskrif ömmu Jóhönnu sem ég sakna á hverjum einasta degi. 

Hef sjaldan fengið eins góða afmælisgjöf og í fyrra þegar mamma gaf mér uppskriftabók frá ömmu Jóhönnu, handskrifaða að sjálfsögðu. Hef þó nokkuð velt forsíðustúlkunni fyrir mér. 



Gleðilega aðventu. Njótið. 


No comments:

Post a Comment