Monday, December 1, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 1. desember



Jólaalmanak húsmóðurinnar birtist fyrst í dagblaðinu Vísi í desember 1968. Vegna mikilla vinsælda var það endurútgefið í sama blaði ellefu árum síðar, þá undir nafninu Jólaalmanak heimilisins. Haft var eftir Guðmundu nokkurri Halldórsdóttur að þarna væri komið ákveðið aðhald - auk þess sem gaman væri að fara eftir ákveðinni formúlu við jólaundirbúninginn. 

Ég ætla að freista þess að upplýsa hér, hvernig skynsamlegast er að haga undirbúningi jólanna dag frá degi í desember. Já og veita ykkur aðhald. Svona ef ég nenni. 

1. desember

Frá og með deginum í dag erum við minnt á það daglega að jólin nálgast hraðbyri, því nú birta blöðin með stórum tölustöfum hve margir dagar eru til jóla. Gott er að athuga fatnað fjölskyldunnar - kaupa, sauma eða koma í hreinsun því sem þarf. Og í dag opna börnin fyrsta daginn í jólaalmanakinu

------


Þarna er ég nokkuð á pari. Börnin komin með jólafötin og sjálf gerði ég gríðarlega góð kaup að eigin mati í gær, fjárfesti í tveimur notuðum en frábærum kjólum á samtals 2500 krónur. Vel gert. Hér sést í annan þeirra - þið viljið ekki mæta mér í myrkri.

Í dag fór ég þó aðeins út fyrir efnisinnihald almanaksins og bakaði mömmukökur. Eins og fram hér í fyrra hef ég átt óskaplega bágt með að henda reiður á hvar ég læt frá mér miðana sem ég pára á uppskriftir, sem oftar en ekki eru innkaupastrimlar úr Bónus eða gluggaumslög. Í ár fór ég því örugguleiðina og framkvæmdi verknaðinn í móðurhúsum, en við Emil tókum daginn snemma og brunuðum á Stöðvarfjörð. 

Hér má sjá svipmyndir frá deginum.


Ég drekk kaffið mitt alltaf úr glasi heima hjá mömmu. Ekki af því hún býður mér ekki bolla. Nei, bara af því mér finnst það bara betra. 




Skelltum okkur aðeins út í góða veðrið í smá myndatöku. Vera aaa við grenitréð...








Skemmtilegur dagur. 

Það er svo afar spennandi að sjá hvort við fylgjum áætlun á morgun. En þá á heimasætan okkar 12 ára afmæli.

Sko. Ef þið viljið vera með á nótunum og gera réttu hlutina á réttu dögunum, þá hvet ég ykkur til að læka þessa




No comments:

Post a Comment