Tuesday, December 2, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 2. desember

Byrjum þó á máli málanna. Afmælisbarninu!


Bríet er 12 ára í dag. Kjarnorkukonan sem hún er. Kallar ansi fátt ömmu sína. Nema þá kannski þegar hún á að læra heima í stærðfræði, já og þá eru kannski einhverjir allt aðrir ákallaðir. 

Hef oft sagt að ég myndi treysta Bríeti til þess að sjá eina um heimili, börn, buru og meðalstórt fyrirtæki í viku án þess að hafa áhyggjur. Í þarsíðustu viku kom það svo til tals að hún myndi kannski passa Emil í rúman hálftíma á mánudögum svo ég kæmist í ræktina. Já það hélt hún að væri nú minnsta málið!

Ég fór en var með símann hjá mér og var búin að árétta við hana að hringja um leið og henni þætti ástæða til. Mér barst engin hringing. Þegar ég kom heim og spurði hvernig hefði gengið svaraði hún; "Nú, bara mjög vel. Ég svæfði hann bara í sænginni þegar hann var orðinn pirraður." Já auðvitað. Hvað var ég að mikla þetta fyrir mér?


Þessi var tekin í dag þegar Emil gaf systu afmælisknús.

Elsku besta, duglega Bríetin okkar, innilega til hamingju með daginn þinn!

2. desember 

Í dag kveikum við á fyrsta aðventukertinu og margir hafa fyrir sið að vera með kaffiboð fyrir fjölskylduna (vinina) til að halda upp á að jólafastan er byrjuð og komast í jólastemmningu. 

-------

Já. Hér er einhver ruglingur milli ára, en þarna í denn hefur 2. desember borið upp á sunnudag. Ég, eins og flestir landsmenn, tendraði spádómskertið síðstliðinn sunnudag. Mitt kaðlaprjónaða aðventukerti úr sænska himnaríkinu, IKEA. 

Okkar aðventukaffiboð verður svo haldið hátíðlegt næsta sunnudag þegar við bjóðum ættingjum og vinum (ekki innan sviga) að koma í B10 og úða í sig allskyns kruðeríi, Bríeti til heiðurs. 



Ég hugsa að það verði svo að vera verkefni vikunnar að laga þetta stórslys sem ég ældi á svefnherbergisgluggann síðustu helgi. Eða hvað?

No comments:

Post a Comment