Thursday, December 11, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 10. og 11. desember

10. desember

Ef frystikista er á heimilinu má flýta fyrir sér með því að útbúa í hana, hvort heldur sem er, soðið, steikt eða bakað. 

11. desember

Í dag væri gaman að bjóða vinum heim og útbúa í sameiningu heimaunnar jólagjafir handa börnunum. 

--------

Ég á aðeins eitt agnarsmátt frystihólf sem tekur hvorki við soðnu, steiktu eða bökuðu - enda er allt étið hér jafnóðum hvort sem er.

Við Emil buðum heldur engum heim í dag en gerðumst svo kræf að brjótast út í óveðrið og heimsækja litlu tvíburavini okkar, Þórodd Björn og Björgu Ingu.


Myndavélin var því miður ekki með í för en þessi var tekin af Emil í þeirra húsi um daginn - en honum finnst "geimstöðin" þeirra það flottasta og skemmtilegasta í gjörvöllum heiminum.  


Annars er það helst að frétta að Emil hefur innritað sig á leikskóla - frá og með ágústmánuði. Já, ég veit að hann er nýfæddur. Ég fyllist örlítilli skelfingu yfir þessu öllu saman. Svona aðeins rúmlega örlítilli.
 


No comments:

Post a Comment