Saturday, December 13, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 13. desember

13. desember

Í dag er ágætt að láta klippa börnin ef með þarf, huga að jólaskrauti og kaupa nýtt ef með þarf. Einnig jólapappír, skraut og borða. Ekki er svo úr vegi að fara að huga að jólagjöfum. 

---------


Í gær fór ég einmitt í klippingu. Ætlaði að gera eitthvað voðalega hipp & kúl með rakstri og öllu tilheyrandi en hætti svo við á ögurstundu og fór í "bob". Rakstur má bíða vorsins. Hér að ofan var tilraun til "hár-selfí" en ég er ekki með réttindi á speglamyndatökur. Eins og sést. 




Það var löng opnum í bænum í gærkvöldi og ég hékk með uppáhalds stelpunum mínum sem mynda "litla kvenfélagið". Þar klipptum við meira en hár.



Í hádeginu í dag kom svo minn uppáhalds Sölvi í heimsókn - en hann er sá allra fyndnasti og skemmtilegasti maður sem ég þekki. Óborganlegur. 

No comments:

Post a Comment