15. desember
Það er best að taka fram jólaljósin sem eiga að fara á jólatréð, athuga hvort þau eru í lagi og koma þeim í viðgerð ef svo er ekki. Ekki má gleyma að eiga aukaperur.
--------
Sko. Upp er komið enn eitt vandamálið. Það er ekki pláss fyrir jólatré í íbúðinni okkar. Hún er roslega lítil, svolítið eins og hún hafi hlaupið í þvotti. Þetta slapp í fyrra, en með tilkomu Emils og alls hans hafurtasks, er hún sprungin - gersamlega.
Kannski kaupi ég bara dúkkutré og set það upp á borð. Eða hengi það upp í loft.
Annars er ekki veður til þess að gera neitt annað en kúra heima hér fyrir austan í dag. Það er brjálað, segi ég og skrifa. Krakkarnir fóru ekki í skólann og Gísli braust við illan leik í búðina.
Kakó og lakkrístoppar.
Þetta er samt alveg lúmskt kósý, já eða bara ferlega.
No comments:
Post a Comment