Tuesday, December 16, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 16. desember

16. desember

Í dag fægja þeir sem eiga og nota silfur og börnin gera óskalista. 

--------

Hugsunin um að "fægja silfur" kastar mér ansi mörg ár aftur í tímann. Heim í foreldrahús. Mikill samgangur var í götunni okkar og daglegur frá sumum vinum foreldra minna. Kjartan og Jóna "á móti" kíktu oftar en ekki í kaffi eftir kvöldmat.


Þegar jólin nálguðust gekk Kjartan gjarnan yfir götuna með Silvo-brúsann, en honum þótti ótækt að "Jóna hin" bæri fram krásir vopnuð kolsvörtum áhöldum. Það er eins og mig reki minni til þess að Brasso hafi einnig komið við sögu. Þessi kvöld voru enn skemmtilegri en önnur og mikið hlegið í eldhúsinu meðan Kjartan pússaði. 

Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvernig heilinn virkar. Lykt, tónlist, myndir eða einstaka orð framkalla heilu sögurnar á örskotstundu. Sögur sem oftar en ekki eiga sína eigin lykt og tilfinningar. Sitt eigið minningabox. 

Í "Silvo-boxinu" mínu er; 

Gleði
Hlátur
Lyktin af Silvó-vökvanum
Kaffi í glasi
Mömmukökur

Upp með Silvoið fólk. 


No comments:

Post a Comment