Wednesday, December 17, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 17. desember

17. desember

Nú ljúkum við við jólaþvottinn. Íbúðin er að fá á sig jólalegan blæ og allir dunkar fullir af smákökum. Ekki má gleyma að kaupa jólaservíetturnar og kertin. 

-------

Ohhh, mig langar einmitt ferlega til þess að eiga einhver sérstök jólarúmföt, snjóhvít og mjúk. Þá væri ég einmitt að þvo þau núna. Það verður kannski næsta ár. 

Annars vorum við Emil í myndastuði í dag. Honum liggur svo á að komast af stað og þess vegna þótti mér tilvalið að taka "gólfæfingar" áðan. Hann áttar sig engan vegin á því hvað ég átti við með þessu og vegur bara salt á maganum. Varð fljótlega alveg verulega pirraður á sínu eigin getuleysi. 

Myndirnar tala sínu máli. 
No comments:

Post a Comment