Thursday, December 18, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 18. desember

18. desember

Þeir sem gera jólasælgæti eða piparkökuhús gera það í dag. Það er skemmtileg tilbreyting og allir hjálpast að. 

--------

Ég er ekki mikill súkkulaðisökker og því síður ef það inniheldur marsípan eða möndlur. Hefðbundin konfektgerð gerir því sama og ekkert fyrir mig. 

Mynd; Gulur, rauður, grænn og salt.

En þetta nammi, það bræðir hjarta mitt. Ég held að ég hafi ekki náð almennilegum þroska á nammisviðinu, finnst Mackintosh mikilu betra en Nóakonfekt. 

En þessir heimatilbúnu lakkrískubbar af uppáhalds uppskrifasíðunni minni Gulur, rauður, grænn og salt, þeir eru af öðrum heimi. Þeim get ég troðið í mig þar til ég nánast æli af áti. 

Ég er þekkt fyrir að vilja bara "gamalt nammi" - allt sem er seigt og hart. Þarna blandast saman guðdómleg seig karamella, lakkrís, krispís og smá súkkulaði. Himneskt, segi ég og skrifa!

Annars keppist fólk nú um að birta óskalistana sína. 

Jú, jú. Mig dauðlangar í...


Þetta fiskahálsmen frá Hring eftir hring. Ég geng ekki með hálsmen almennt og sé aldrei neitt sem þykir fallegt eða langar í. Þessi litli fiskur kallar þó á mig, en þá er það upptalið.  Jón í lit. Ó, elsku Jón. Þú mátt svo sannarlega verða minn. Ekki skemmir að hönnuðurinn heitir Almar, alveg eins og minn uppáhalds. Gúmmístígvélin úr Farmes Market. Já, mig vantar þau sko. Og jafnvel þessa skó úr Dúkkuhúsinu. Alveg satt. 


Síðast en ekki síst. Risastóran trefil. Alveg svo það sjáist varla í mig. 

En þó. Most of all; 


Mig langar að sofa. 

Ég þrái að fá að sofa. 

Nei, ég verð að fara að sofa, en nú hef ég ekki sofið meira en fjóra sundurslitna tíma á sólarhring í heilt ár. 

Það er ekki hægt af því það er ekki hægt. 

Er óglatt af þreytu. 

Einhver sagði að það þyrfti heilt þorp til þess að ala upp barn. Þetta er það skynsamlegasta og besta sem ég hef heyrt. 

Getum við byrjað núna? Að láta Emil "ganga á milli".  Við þurfum ekkert að sofa lengi, bara eins og fimm daga. Gætum sótt hann um hádegi á Þorláksmessu. 

Ókei?

Ást og friður. 

1 comment:

  1. Skellti uppúr í lok lestur, er í sama pakka..með einn yndislegan 8 mánaða pjakk.. sem sefur ekki lengi í einu.. mamman er ósofin og úrvinda þessa dagana.. En hlýtur að taka enda einn daginn ...bíð eftir þeim degi.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg
    Anna Kristín

    ReplyDelete