Tuesday, December 9, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 9. desember

9. desember

Í dag tökum við til við smákökubaksturinn. Sjálfsagt er að allir fjölskyldumeðlimir taki þátt í honum.

--------


Snickerskökurnar hafa algerlega slegið í gegn! Svo bragðast líka allt betur sem er í kristalsskálinni hennar ömmu Jóhönnu. 

Ég er á plani, annan daginn í röð - en í dag ætla ég einmitt að baka smákökur. Aftur. Það sem ég bakaði um daginn er nánast allt búið, eftir afmælið, auk þess sem á heimlinu eru litlir (og stórir) munnar sem geta vel hugsað sér eina og eina köku.

Þær kökur sem hafa algerlega slegið í gegn í ár eru Snickers smákökurnar af GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG SALT. Sú uppskriftasíða er mín uppáhalds og notast ég við hana oft í viku. Þar er að finna einfaldar, góðar og hollar uppskriftir, auk allskonar ómótstæðilegs gúmmelaðis.

Kökurnar eru einnig ferlega einfaldar og þeir sem segjast ekki kunna að baka myndu rúlla þeim upp. Til dæmis Jóhanna Seljan vinkona mín. Segist ekki geta bakað þó svo líf hennar og allrar stórfjölskyldunnar lægi við. En, meira að segja hún gæti gert þessar. Með bundið fyrir augu og standandi á öðrum fæti. Lofa.

Bakaði tvöfalda uppskrift af kökunum, það borgar sig. Endilega kíkið á þær hér. Já og bakið svo, sjáið ekki eftir því.

No comments:

Post a Comment